Fyrirtæki og stofnanir

Við bjóðum upp á leiðir til bættrar heilsu.

Starfssvið sjúkraþjálfara er mjög fjölbreytt. Markmiðið er fyrst og fremst að bæta líðan hvers og eins. Sjúkraþjálfarar meta, greina og meðhöndla vandamál sem koma upp í stoðkerfinu (beinum, vöðvum og liðamótum).

Hefðin í sjúkraþjálfun er sú að öll samskipti milli skjólstæðings og sjúkraþjálfara eru byggð á „hands on" meðferð, það er að segja að skjólstæðingur hittir sjúkraþjálfara og meðferð fer fram. Slík meðferð er hins vegar ekki alltaf nauðsynleg.

Hjá Netsjúkraþjálfun fær skjólstæðingurinn sérsniðna endurhæfingaáætlun sem hann vinnur upp á eigin spýtur undir handleiðslu sjúkraþjálfara. Okkar starfsfólk eru útskrifaðir sjúkraþjálfarar frá Læknadeild Háskóla Íslands með fyrstu einkunn.

Senda fyrirspurn
Fyrirlestrar

Námskeið í fyrirtæki.

Oft er töluvert auðveldara að leiðbeina einstaklingum í sínu umhverfi og koma með hugmyndir af ákjósanlegum leiðum til þess.

  • Hvað hægt sé að gera til að koma í veg fyrir eða losna við verki.
  • Vinnuaðstöðu og líkamsbeitingu við vinnu.
  • Líkamsstöðu og líkamsbeitingu í daglegu lífi.
  • Mikilvægi hreyfingar og svefns.
  • Mismunandi áherslur eftir eðli vinnustaðarins.

Ef rétt er farið að þá geta ofantaldir þættir aukið afköst og vellíðan í lífi og starfi til muna.

Senda fyrirspurn
Námskeið

Bjóðum upp á fjölbreytt heilsutengd námskeið.

Fyrirlestrar um næringu í tengslum við íþróttaiðkun og líkamsþjálfun fyrir íþróttafélög,heilsuræktarstöðvar, æfingahópa og aðra áhugasama. Um er að ræðafræðslu fyrirlestra fyrir iðkendur, foreldra og/eða þjálfara. Hver fyrirlestur er aðlagaður að þörfum hópsins, hans aldri og getustigi. Tilvalið fyrir alla þá sem vilja tryggja sem bestan árangur og heilsu sinna iðkenda. Verð miðast við fjölda og óskir félags/hóps.

Fyrirlestrar um næringu og lífsstíl fyrir vinnustaði. Um er að ræða upplífgandi fyrirlestur um næringu og heilsusamlegt líferni án öfga, kúra og töfralausna. Fyrirlesturinn á að stuðla að bættri vinnustaðavenjum og aukinni einstaklingsvitund þegar kemur að næringu sem skilar sér í hraustara starfsfólki. Hver fyrirlestur er aðlagður að þörfum hvers hóps.

Verðmiðast við fjölda og óskir fyrirtækisins.

Senda fyrirspurn
Umsagnir viðskiptavina

„Okkar starfsmenn höfðu mjög mikið gagn af þessu námskeiði. Myndi klárlega mæla með svona námskeiði fyrir önnur fyrirtæki.”

sss
Umsagnir viðskiptavina

„Mjög vel farið yfir alla þætti sem snerta okkar fyrirtæki. Mjög lifandi og opið námskeið”

ssss
Umsagnir viðskiptavina

„Sara er fagleg, erindið fróðlegt og vakti marga til umhugsunar. Mæli klárlega með þessum fyrirlestri.”

Origo, mannauðsstjóri