Er Netsjúkraþjálfun sambærileg sjúkraþjálfun á stofu?

Rannsóknir hafa sýnt að til að draga úr álagstengdum verkjum og vandamálum eru sérhæfðar æfingar, leiðrétting á líkamsstöðu.

Er Netsjúkraþjálfun sambærileg sjúkraþjálfun á stofu?

Rannsóknir hafa sýnt að til að draga úr álagstengdum verkjum og vandamálum eru sérhæfðar æfingar, leiðrétting á líkamsstöðu og líkamsbeitingu ásamt því að mýkja stífa vöðva mjög árangursríkt fyrir til dæmis verki í hálsi, herðum, brjóstbaki, mjóbaki, mjöðmum og hnjám (1-5). Rannsókn á verkjum í hálsi sýndi að eftir því sem viðkomandi sinnti æfingunum betur, þeim mun betri varð árangurinn (6).

Rannsókn frá 2003 sýndi að verkir í herðum minnkuðu og þátttakendur voru ólíklegri til að þurfa á aðgerð að halda seinna meir miðað við viðmiðunarhóp ef þeir sinntu sérhæfðri endurhæfingaáætlun upp á eigin spýtur undir leiðsögn sjúkraþjálfara í gegnum netið (7). Kerfisbundin yfirlitsgrein frá 2013 skoðaði tengsl verkja og mismunandi meðferðarforma.

Sterkustu tengslin voru á milli styrktar- og þolæfinga og minnkaðra verkja. Í þessari yfirlitsgrein voru aðferðir eins og styrktar- og þolþjálfun, hugræn atferlismeðferð, nudd, liðkun á liðum, laser og TNS bornar saman (8). Einnig hafa rannsóknir sýnt að notkun á nuddrúllum og nuddboltum er áhrifarík leið til að auka hreyfanleika í liðum með því að mýkja vöðva þar í kring og mælt er með notkun þeirra fyrir og/eða eftir æfingar til að flýta fyrir endurheimt (9).

Endurhæfingaáætlun í gegnum netið undir handleiðslu sjúkraþjálfara hefur verið borin saman við sjúkraþjálfun á stofu í nokkrum rannsóknum og kerfisbundnum yfirlitsgreinum.

Þetta hefur verið skoðað hjá einstaklingum með verki í efri útlimum tengdum tölvuvinnu, einstaklingum með verki í hálsi og einstaklingum með slitgigt í hné. Niðurstöður þessara rannsókna voru að einstaklingar sem sinntu endurhæfingaáætlun í gegnum netið voru að ná sama árangri og ekki síður skilvirkari en einstaklingar sem mættu í sjúkraþjálfun. Þessar rannsóknir sýndu að meðferð í gegnum netið virtist ná sambærilegum árangri og meðferð á stofu (5, 10, 11).

Síðustu ár hefur áhugi fólks á að nota internetið sem inngrip og sem meðferðarform aukist. Þar geta einstaklingar valið sér stað og stund til að sinna meðferðinni ásamt því að þurfa ekki að fara úr vinnu eða skóla.

Það getur verið löng vegalengd fyrir einstaklinga utan af landi til að komast í sjúkraþjálfun eða langur biðlisti eins og staðan er í dag (12, 13).

Einnig hefur það sýnt sig að einstaklingar sem eru að sinna endurhæfingaáætlun í gegnum netið taka oftar en ekki meiri ábyrgð á vandamálinu, eru betur meðvitaðir um mikilvægi sérhæfðra æfinga, líkamsbeitingu og leiðréttingu á líkamsstöðu (12, 13). Álagstengdir verkir og vandamál eru mjög einstaklingsbundin og því er oft eitthvað sem virkar fyrir einn einstakling en ekki þann næsta, þar af leiðandi er mikilvægt að fá fagaðila til að meta eðli vandamálsins og innleiða sérhæft endurhæfingaprógramm í kjölfarið (14).

Ef það eru einhverjar frekari spurningar eða vangaveltur endilega sendið póst á netsjukrathjalfun@netsjukrathjalfun.is.

Heimildir:

1. Gordon R, Bloxham S. A Systematic Review of the Effects of Exercise and Physical Activity on Non-Specific Chronic Low Back Pain. Healthcare. 2016;4(2):22.

2. Dreisinger TE. Exercise in the Management of Chronic Back Pain. The Ochsner Journal. 2014;14(1):101-7.

3. Kim D, Cho M, Park Y, Yang Y. Effect of an exercise program for posture correction on musculoskeletal pain. Journal of Physical Therapy Science. 2015;27(6):1791-4.

4. Iversen MD. Managing Hip and Knee Osteoarthritis with Exercise: What is the Best Prescription? Therapeutic Advances in Musculoskeletal Disease. 2010;2(5):279-90.

5. Allen KD, Arbeeva L, Callahan LF, Golightly YM, Goode AP, Heiderscheit BC, et al. Physical therapy vs internet-based exercise training for patients with knee osteoarthritis: results of a randomized controlled trial. Osteoarthritis and cartilage. 2018;26(3):383-96.

6. Nikander R, Malkia E, Parkkari J, Heinonen A, Starck H, Ylinen J. Dose-response relationship of specific training to reduce chronic neck pain and disability. Medicine and science in sports and exercise. 2006;38(12):2068-74.

7. Ludewig P, Borstad J. Effects of a home exercise programme on shoulder pain and functional status in construction workers. Occupational and Environmental Medicine. 2003;60(11):841-9.

8. Damgaard P, Bartels EM, Ris I, Christensen R, Juul-Kristensen B. Evidence of Physiotherapy Interventions for Patients with Chronic Neck Pain: A Systematic Review of Randomised Controlled Trials. ISRN Pain. 2013;2013:567175.

9. Cheatham SW, Kolber MJ, Cain M, Lee M. THE EFFECTS OF SELF‐MYOFASCIAL RELEASE USING A FOAM ROLL OR ROLLER MASSAGER ON JOINT RANGE OF MOTION, MUSCLE RECOVERY, AND PERFORMANCE: A SYSTEMATIC REVIEW. International Journal of Sports Physical Therapy. 2015;10(6):827-38.

10. Zronek M, Sanker H, Newcomb J, Donaldson M. The influence of home exercise programs for patients with non-specific or specific neck pain: a systematic review of the literature. The Journal of Manual & Manipulative Therapy. 2016;24(2):62-73.

11. van Eijsden MD, Gerhards SA, de Bie RA, Severens JL. Cost-effectiveness of postural exercise therapy versus physiotherapy in computer screen-workers with early non-specific work-related upper limb disorders (WRULD); a randomized controlled trial. Trials. 2009;10:103-.

12. Garg S, Garg D, Turin TC, Chowdhury MFU. Web-Based Interventions for Chronic Back Pain: A Systematic Review. Journal of Medical Internet Research. 2016;18(7):e139.

13. Carpenter KM, Stoner SA, Mundt JM, Stoelb B. An Online Self-Help CBT Intervention for Chronic Lower Back Pain. The Clinical journal of pain. 2012;28(1):14-22.

14. Descarreaux M, Normand MC, Laurencelle L, Dugas C. Evaluation of a specific home exercise program for low back pain. Journal of manipulative and physiological therapeutics. 2002;25(8):497-503.

...
Nýjust
Sara Lind Brynjólfsdóttir

Sara Lind Brynjólfsdóttir er sjúkraþjálfari að mennt frá Háskóla Íslands og starfar hjá Netsjúkraþjálfun.

Sara hefur lagt áherslu á nýjungar í starfi sínu og unnið að uppsetningu Netsjúkraþjálfunar. Netsjúkraþjálfun er bylting í sjúkraþjálfun og nýtist þeim sem hafa síður möguleika á að koma á sjúkraþjálfunarstofu. Með aðgengi að netinu geta sjúklingar notið þjónustu eins og myndgreiningu, viðtöl, sjúkraþjálfun með vönduðum myndböndum þar sem sjúklingur fær beinan aðgang að myndbandaveitu í gegnum netið.

Fréttabréfið okkar
Takk fyrir að skrá þig
á póstlistann okkar!
Oops! Something went wrong while submitting the form.